NTC

Hilmar tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunannaMynd: vma.is

Hilmar tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Hilmar Friðjónsson, kennari við Vermenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021, sem verða afhent í næsta mánuði. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt árlega fyrir framúrskarandi skólastarf eða aðrar umbætur í menntamálum. Þetta kemur fram á heimasíðu Verkmenntaskólans á Akureyri.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Hilmar Friðjónsson er tilnefndur í flokknum Framúrskarandi kennari en verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum:

  1. Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
  2. Framúrskarandi kennari. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki til kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
  3. Framúrskarandi þróunarverkefni. Verðlaun fyrir framúrskarandi þróunarverkefni eru veitt verkefnum sem standast ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu, hafa samfélagslega skírskotun og nýtast til að efla menntun í landinu. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- eða frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum og hafa ótvírætt mennta- og uppeldisgildi. 

Um tilnefningu Hilmars segir á heimasíðu Samtaka áhugafólks um skólaþróun:

Hilmar Friðjónsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2021 fyrir að þróa frjóar og áhugavekjandi leiðir í stærðfræðikennslu.

Hilmar er kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur lagt áherslu á að þróa nýjar og óhefðbundnar leiðir til að auðvelda nemendum stærðfræðinám. Sérstaka athygli vekja stutt myndbönd sem Hilmar hefur unnið og útskýra ýmsa þætti í stærðfræðinni í tali og myndum. Alls hefur hann útbúið um 700 slík myndbönd og hafa allir nemendur við VMA aðgang að þeim á innra vef skólans. Fyrirmynd Hilmars að þessu leyti er Bandaríkjamaðurinn Salman Khan sem vakið hefur heimsathygli fyrir myndbönd sín og starf sitt á kahnacademy.org. Hilmar er vinsæll bæði meðal nemenda og samstarfsmanna, þykir einstaklega hjálpsamur og áhugasamur um að hjálpa nemendum sem eiga erfitt uppdráttar.

Lestu heildarumfjöllun á vef VMA með því að smella hér.

VG

UMMÆLI

Sambíó