Hildur, Vök og Hatari á AK Extreme tónleikum á Græna Hattinum

Snjóbretta- og tónlistarhátíð AK Extreme verður haldin dagana 6.-9. apríl á Akureyri. Tónlistarhátíðin verður að mestu leyti haldin í Sjallanum en hér má sjá dagskrána. Undanfarin ár hefur Græni Hatturinn spilað stórt hlutverk sem hluti af hátíðinni og þetta árið verður engin undantekning þar á.

Á laugardagskvöldið munu söngkonan Hildur og hljómsveitirnar Vök og Hatari spila á Græna Hattinum sem hluti af Ak Extreme. Tónleikarnir eru hugsaðir fyrir þá sem kjósa rólegri stemningu en búast má við í Sjallanum þessa helgina.

Hér er hægt að nálgast miða á viðburðinn í forsölu.

Sjá einnig:

Emmsjé Gauti lofar eintómri gleði á AK Extreme í ár

Miðasala á AK Extreme hafin

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó