Hildur Eir ósátt með ummæli Birgittu

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, er ósátt með það hvernig þingflokksformaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, talar um þjóðkirkjuna. Sagði Birgitta í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í gær að hún sé ekki hlynnt því að í nýju fjárlagafrumvarpi munu framlög til kirkjunnar aukast á næsta ári. Hún lagði til að kirkjan sjálf, ætti um jólin, að leggja til að hækkunin fari frekar í heilbrigðiskerfið. Birgitta segir ríkisafskipti af trúarbrögðum ekki vera í takt við nútímann.

Hildur birti svar við þessum ummælum Birgittu á Facebook síðu sinni í gærkvöld. Hildur segist vera orðin þreytt á því hvernig talað sé um kirkjuna af vanþekkingu og hroka. Hildur skrifar: ,,Hún talar eins og kirkjan sé málfundafélag fólks sem getur ekki sætt sig við deyja þegar staðreyndin er sú að þessi blessaða stofnun er á hverjum degi að halda utan um fólk í angist og neyð, bjóða upp á gjaldfrjálsa sálgæslu á öllum tímum sólarhringsins, gera börnum kleyft að taka þátt í metnaðarfullu tónlistarstarfi, halda úti opnu húsi fyrir nýbakaða foreldra svo þeir einangrist ekki í fæðingarorlofinu, bjóða eldri borgurum að hittast og spjalla yfir kaffi og kökum, virkja listafólk til sköpunar, starfrækja sorgarhópa fyrir fólk sem hefur misst maka eða börn o.fl.

Hér að neðan má sjá færslu Hildar í heild sinni:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó