Akureyringurinn Hilda Jana Gísladóttir tók í gær í fyrsta sinn sæti á Alþingi og skrifaði undir drengskaparheit við stjórnarskrána.
Hilda Jana, sem er bæjarfulltrúi á Akureyri, var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningar síðasta haust leysir Loga Einarsson af út vikuna þar sem hann er í Finnlandi í vinnuferð. Hilda segist að sjálfsögðu ætla að nýta vikuna vel.