Hellisbúinn snýr aftur í Mývatnssveit 10. mars


Hellisbúinn snýr nú aftur til Íslands í þriðja sinn en sýningin er líklega mest selda leiksýning landsins. Yfir 105 þúsund Íslendingar hafa hlegið, grátið og fengið ódýra hjónabandsráðgjöf hjá Hellisbúanum. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

Hellisbúinn heimsækir Mývatnssveit og verður í Skjólbrekku þann 10.mars. Forsala miða er hafin á midi.is.

Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims þar sem Jóel Sæmundsson túlkar hinn gifta meðalmann að þessu sinni en sýningin er í uppfærðri útgáfu sem tekur á nútímanum og öllum þeim flækjum sem honum tengjast.
Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó