Framsókn

Heldur uppi kökubloggi í fæðingarorlofinu

Unnur Anna Árnadóttir

Akureyringurinn Unnur Anna Árnadóttir opnaði nýverið bloggsíðuna Kökur í paradís þar sem hún heldur utan um girnilegar uppskriftir og glæsilegar myndir af bakstri sínum. Síðuna opnaði hún fyrst árið 2012 en hefur tekið upp á að blogga aftur.

Það fór mjög vel af stað og gekk vel alveg ótrúlega vel lengi.  Svo var ég bara upptekin í öðru í lífinu og tók mér því pásu frá blogginu og það er eiginlega búið að liggja í dvala síðan þá. Núna er ég í fæðingarorlofi og fannst þá tilvalið að endurgera síðuna, setja hana í nýjan búning og fara all-in í þetta skiptið. Ég breytti líka nafninu og heitir síðan núna unnuranna.com – en með yfirskriftinni “Kökur í Paradís”

Unnur hefur bakað frá því hún man eftir sér

Unnur segist hafa bakað frá því hún man eftir sér og ávalt fengið mikið hrós frá fjölskyldu og vinum. Það leið ekki á löngu fyrr en fólk fór að hvetja hana til að byrja með kökublogg.

Frá því ég man eftir mér hef ég verið að aðstoða mömmu inn í eldhúsi – og þá sérstaklega við baksturinn. Ég var svo ekki gömul þegar ég var farin að taka yfir og mamma farin að aðstoða mig. Þetta hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá okkur saman og finnst okkur ekkert skemmtilegra en að finna flotta uppskrift og útfæra hana á einhvern fallegan hátt.“

Hjá Unni snýst baksturinn meira um að skapa en að borða, þótt það sé alltaf mjög mikilvægt að baksturinn smakkist vel!

Þetta hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá Unni og móður hennar og finnst þeim ekkert skemmtilegra en að finna flotta uppskrift og útfæra hana á einhvern fallegan hátt.

Á síðunni eru mest uppskriftir sem Unnur segist hafa kunnað lengi, en einnig séu nýjar og góðar uppskriftir stöðugt að bætast við. Nýjir liðir á síðunni eru t.d núna eins og Hollustuhornið, fyrir sælkera í hollustu og Bakstursráð – alskonar ráð fyrir fólk sem lendir í því að eitthvað klikkar þegar það bakar.

„Svo er ég með aðra nýjung en núna er hægt að panta makkarónur fyrir veislur hjá mér fyrir fólk sem býr á Akureyri og nágreni – og það hefur einnig farið alveg ótrúlega vel af stað og er ég farin að taka pantanir fyrir bæði ágúst og september. Ég ætla einnig fljótlega að koma með annan nýjan lið sem heitir “kökuskreytingar” og verður eins og nafnið gefur til kynna um hvernig sé best að skreyta kökur, cupcakes, kökupinna og fleira.“

Unnur tekur að sér makkarónu pantanir fyrir öll tilefni

 

Danskur lakkrís – ís eftir Unni

Unnur ætlar einnig  í nánustu framtíð að fara á alskonar námskeið um allan heim í kökuskreytingum og bakstri og leyfa fylgjendum auðvitað að fylgjast með því!

Við fylgjumst vel með kökublogginu hjá Unni með vatn í munni!
Hægt er að fylgjast með blogginu á Facebook og Instagram

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó