NTC

Heimsóknir skemmtiferðaskipa til landsins hafa aukist gríðarlega

Mynd: Akureyri.is

Mynd: Akureyri.is


Skemmtiferðaskip hafa verið tíður gestur hjá okkur Akureyringum síðustu ár en eins og margir hafa tekið hefur þá hefur þeim fjölgað umtalsvert. Ef landið í heild er skoðað voru heimsóknir
skemmtiferðaskipa 228 árið 2010 en með þeim komu tæplega 170 þúsund gestir til landsins. Gestirnir sem með skipunum komu dreifðust á alls 10 hafnir víðs vegar um landið. Flest skip komu þó við í Reykjavík og á Akureyri.

Tölur frá síðasta ári sýna hins vegar að gríðarleg aukning hefur orðið á komu þessara skipa til landsins en alls komu 416 skemmtiferðaskip til Íslands árið 2015. Farþegum hefur að sjálfsögðu fjölgað samhliða þessari aukningu en alls komu um 287 þúsund farþegar með skipunum á síðasta ári.

Landinn, sem sýndur er á RÚV, fjallaði um málið í þætti sýnum í gær en þar sagði Edward Huijbens, sérfræðingur hjá rannsóknarmiðstöð ferðamála, ekkert benda til annars en að farþegum á skemmtiferðaskipum eigi eftir að halda áfram að fjölga. „Fyrirtæki sem að þessu standa eru að verða stærri og öflugri, þau byggja sífellt stærri og öflugri skip,” sagði Edward í samtali við Landann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó