NTC

Heimsmetið féll í Hlíðarfjalli

Heimsmetið féll í Hlíðarfjalli

Líkt og Kaffið hefur áður greint frá var japanski skíðastökkvarinn Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli í gær þar sem hann vann hörðum höndum að því að slá heimsmetið í skíðastökki. Það tókst og stendur því nýja metið í 291 metra.

Heimsmetið hefur nú lengi staðið í 253,5 metrum og stefndi Kobayashi að því að stórbæta metið með því að stökkva heila 300 metra með hjálp eins stærsta skíðastökkpalli sögunnar sem gerður var í Hlíðarfjalli á dögunum. Þó svo að 300 metrarnir hafi ekki alveg náðst þá náði Kobayashi heldur betur markmiði sínu að stórbæta heimsmetið, en eins og áður segir stökk hann heilan 291 metra.

Orkydrykkjafyrirtækið Red bull stóð fyrir viðburðinum og má sjá myndband þeirra af stökkinu hér að neðan eða með því að smella hér.

Mynd: Red Bull

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó