Gæludýr.is

Heimsleikar eldri borgara í hjólreiðumÁrni Sörensson og Bogi Þórhallsson hjóla af kappi. Mynd: Akureyrarbær.

Heimsleikar eldri borgara í hjólreiðum

Hjá Öldrunarheimilum Akureyrar var mikið hjólað í síðustu viku en Hlíð og Lögmannshlíð tóku þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum, Pedal on, í september. Þar er notast við norska hugbúnaðinn Motiview þar sem fólk hjólar fyrir framan sjónvarpsskjá og nær að skoða sig um í heiminum í leiðinni. Hægt er velja um margar leiðir en yfir 100 myndbönd víðsvegar úr heiminum eru í boði, m.a. héðan frá Akureyri.

Þessi hugbúnaður hefur nú verið í tæp tvö ár á öldrunarheimilunum og mælst mjög vel fyrir. Á Hlíð náðu keppendur að hjóla yfir 400 km fyrstu vikuna í keppninni. Um 50 manns taka þátt fyrir hönd Öldrunarheimilanna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó