NTC

Heimir Örn verður forseti bæjarstjórnarMynd: Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net

Heimir Örn verður forseti bæjarstjórnar

Fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrra bæjarstjórnar Akureyrar var haldinn í gær. Á dagskrá voru fyrst og fremst hefðbundin fundarstörf á fyrsta bæjarstjórnarfundi, einkum kosningar í ráð og nefndir sveitarfélagsins. Samkvæmt venju var einnig lögð fram greinargerð kjörstjórnar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí síðastliðinn. Frá þessu er greint á vef bæjarins.

Heimir Örn Árnason var kjörinn forseti bæjarstjórnar og Halla Björk Reynisdóttir verður formaður bæjarráðs til 1. janúar 2023 en þá tekur Gunnar Líndal Sigurðsson við því embætti.

Eftirtalin voru kjörin til formennsku í fastanefndum sveitarfélagsins:

  • Fræðslu- og lýðheilsuráð: Heimir Örn Árnason
  • Skipulagsráð: Halla Björk Reynisdóttir
  • Umhverfis- og mannvirkjaráð: Andri Teitsson
  • Velferðarráð: Hulda Elma Eysteinsdóttir

Hér er hægt að skoða fundargerð fyrsta bæjarstjórnarfundar þar sem er að finna lista yfir þá fulltrúa sem kjörnir voru til setu í ráðum og nefndum sveitarfélagsins.

Hér er upptaka frá fundinum. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó