Heimir Örn Árnason nýr framkvæmdastjóri GA

Heimir Örn Árnason

Heimir Örn Árnason

Heimir Örn Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri GA. 18 manns sóttu um stöðuna sem fór að lokum til Heimis sem er með B.Ed. próf frá KHÍ og hefur auk þess lokið margvíslegum námskeiðum í stjórnun og þjálfun.. Heimir hefur að undanförnu starfað sem umsjónarkennari í Naustaskóla og sem handknattleiksþjálfari, auk þess að vera handknattleiksdómari í úrvalsdeild karla og kvenna.

„Þetta er starf sem ég er gríðarlega spenntur fyrir. Mér þykir mjög vænt um GA og vil leggja mitt af mörkum til að klúbburinn vaxi og dafni áfram. Ég tek við góðu búi frá fráfarandi framkvæmdastjóra og hlakka jafnframt til góðra samskipta og samstarfs við félaga, gesti og samstarfsaðila GA.“ segir Heimir Örn Árnason í viðtali við heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.

Sjá einnig: Heimir og Siggi dæma í Noregi

Ágúst Jensson er fráfarandi framkvæmdastjóri GA en hann sinnti stöðunni síðastliðin þrjú ár.  Heimir hefur störf 1. mars næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó