Heimir Örn Árnason bætist í þjálfarateymi KA

Heimir og Haddur handsala nýja samninginn.

Heimir Örn Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og mun þjálfa liðið ásamt núverandi þjálfara, Stefáni Árnasyni. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KA. Heimir Örn lék með KA í vetur en hefur ekki tekið ákvörðun hvort hann muni leika með liðinu á komandi tímabili en hann verður 39 ára í maí.

Samningurinn er til tveggja ára en Heimir býr yfir gríðarlegri reynslu í handboltanum enda hefur hann komið að öllum hliðum leiksins, sem leikmaður, þjálfari og dómari og það allt með góðum árangri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó