Framsókn

Heimildamynd um sjóslys í Eyjafirði sýnd í Borgarbíó

large_brotidNæstu helgi verður heimildarmyndin Brotið sýnd í Borgarbíói á Akureyri. Hún verður sýnd á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 18. Myndin fjallar um sjóslys sem urðu á utanverðum Eyjafirði í aftakaveðri 9. apríl 1963. Þremenningarnir María Jónsdóttir, Stefán Loftsson og Haukur Sigvaldsson hafa undanfarin fjögur ár unnið að gerð myndarinnar.

Samfélagið á Dalvík varð fyrir miklu áfalli þegar sjö sjómenn þaðan létust. Kvikmyndataka er í höndum Stefáns, kvikmyndagerðarmanns. María, margmiðlunarhönnuður, heldur utan um rekstur og kemur að handriti og listrænum þáttum. Haukur er framkvæmdastjóri verkefnisins og forsprakki heimildaöflunar. Öll eiga þau rætur að rekja til Dalvíkur og voru faðir Hauks og afi Stefáns með þeim sem fórust í slysinu.

Brotið var frumsýnt á Dalvík í Fiskidagsvikunni í sumar og síðar í Ólafsfirði og Reykjavík og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda.

Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó