NTC

Heima er best

Heima er best

Ingibjörg Isaksen skrifar

Öldrun er ó­um­flýjan­legur hluti af lífinu, þegar við eldumst söfnum við að okkur þekkingu, lífs­reynslu og visku sem getur verið okkur sjálfum og öðrum dýr­mæt. Þakk­læti, sterkari og dýpri tengsl við fjöl­skyldu, vini og ást­vini og ekki síður oft og tíðum aukinn tími til að sinna á­huga­málum sem veita á­nægju og aukna lífs­fyllingu.

Það eru margir kostir sem fylgja því að eldast, en einnig á­skoranir. Með hækkandi aldri er ekki ó­senni­legt að fólk þurfi að­stoð og stuðning við dag­leg verk­efni, sér í lagi þegar heilsan tekur upp á að bregðast. Þörfin fyrir að­stoð verður stundum meiri með aldrinum og því er mikil­vægt að fólk hafi mögu­leika á að þiggja þjónustu sem það getur treyst á. Þjónustu sem eykur öryggi, lífs­gæði, vald­eflir og mætir þjónustu­þörf eins og best verður á kosið hverju sinni. Þegar við spyrjum eldra fólkið okkar út í óskir sínar eru svörin oftast á þá leið að ein­stak­lingurinn vill geta búið heima eins lengi og kostur er. En svo það sé mögu­legt verðum við að skapa að­stæður sem styðja við þeirra óskir.

Um mitt ár 2019 var undir­ritaður samningur milli Sjúkra­trygginga Ís­lands (SÍ) og Öldrunar­heimila Akur­eyrar (ÖA) sem fól m.a. í sér heimild til að hefja ný­sköpunar- og þróunar­verk­efni um sveigjan­leg dag­dvalar­rými. Þar var á­hersla lögð á þver­fag­lega teymis­vinnu til að skapa mark­vissa og öfluga starf­semi. Sveigjan­leg dag­dvöl sem var þjónusta alla daga, allan ársins hring sem að­lagaði sig þörfum ein­stak­lingsins. Á­hersla var lögð á að styðja not­endur dag­þjálfunar til sjálf­stæðis og sjálf­ræðis, á­samt því að efla færni og sjálfs­bjargar­getu heima og í dag­þjálfun.

Sveigjan­leg dag­þjálfun

Hug­mynda­fræði dag­þjálfunar eða dag­dvalar er að vera stuðnings­úr­ræði við eldra fólk sem býr í heima­húsum. Mark­miðið með þjálfuninni er að við­halda færni og getu fólks til að búa á­fram heima og er á­vinningurinn af því að koma í veg fyrir eða seinka vistun á hjúkrunar­heimili. Fjöl­breytni og sveigjan­leiki úr­ræða skiptir höfuð­máli og veitir sveigjan­leg dag­þjálfun marg­vís­legan á­vinning sem getur hjálpað til við að auka lífs­gæði.

Einn af helstu kostum þessarar þjónustu er mögu­leikinn til að hlusta á það sem eldra fólkið vill og sníða þjónustuna að þess á­herslum. Þjálfun sem þessi getur veitt veru­legan á­vinning m.a. með bættri and­legri og til­finninga­legri líðan. Fjöl­skyldu­með­limir eru oft og tíðum þeir aðilar sem bera á­byrgð á eldri ást­vinum sínum og það getur á tímum verið krefjandi.

Með því að nýta sveigjan­lega dag­þjálfun geta um­önnunar­aðilar dregið sig í hlé og sinnt sínum verk­efnum á sama tíma og þeir vita að ást­vinir þeirra fá þá um­önnun sem þörf er á. Þá hefur fé­lags­leg ein­angrun verið vanda­mál meðal eldra fólks, sér­stak­lega þeirra sem búa einir eða hafa tak­markaða hreyfi­getu. Með sveigjan­legri dag­þjálfun aukast sam­skipti við aðra sem getur hjálpað til við að koma í veg fyrir ein­mana­leika, kvíða og þung­lyndi.

Verk­efnið hefur skilað árangri

Verk­efnið hefur skilaði sýni­legum árangri, það er ó­tví­ræður á­vinningur af sveigjan­legri dag­þjálfun í formi bættra lífs­gæða fyrir not­endur og fjöl­skyldur þeirrar. Not­endur, að­stand­endur og starfs­fólk eru að mestu sam­mála um að úr­ræðið hafi bætt and­lega líðan og hafi stuðlað að við­heldni og jafn­vel fram­förum í líkam­legri færni og getu. Úr­ræðið er nú þegar orðinn mikil­vægur hlekkur í þróun milli­stigsúr­ræða í þjónustu við aldraða.

Rauði þráðurinn í niður­stöðum framan­greinds ný­sköpunar- og þróunar­verk­efnis var að um­sóknum um hjúkrunar­rými fækkaði. Þátt­tak­endum fannst þeir fá þjónustu sem veitti þeim tæki­færi til að geta búið lengur heima við öryggi, þar sem þeim var tryggð sú að­stoð sem þeir þurftu á að halda.

Þá upp­lifðu að­stand­endur þeirra sem tóku þátt í verk­efninu einnig aukið öryggi. Hér er um að ræða þjónustu sem festa þarf í sessi til fram­tíðar.

Vilji til að þjónusta eldra fólk

Sam­setning mann­fjöldans á Ís­landi er að þróast á þann veg að hlut­fall eldra fólks hækkar frá því sem áður var og við þurfum að tryggja að kerfin okkar verði til­búin til þess að styðja við þennan stækkandi hóp. Það getum við gert með því að koma til móts við fólk með fjöl­breyttum úr­ræðum og þjónustu. Ný við­horf í þjónustu við eldra fólk þar sem á­hersla er lögð á aldurs­vænt og styðjandi sam­fé­lag munu leiða okkur að betri sam­fellu og sterkari heildar­sýn fyrir þjónustu við eldra fólk.

Á­vinningurinn af að­gerðum sem þessum dregur úr á­lagi á ýmsum sviðum heil­brigðis­mála eins og t.d. heilsu­gæslu, fé­lags­þjónustu og hjúkrunar­heimilum. Auk þess með því að veita eldra fólki þjónustu við hæfi og þörf hverju sinni verða meiri líkur á auknum lífs­gæðum og sjálf­stæði eldra fólks.

Mark­miðið stjórn­valda er að bæta lífs­gæði eldra fólks með því við­halda færni og virkni ein­stak­lingsins og þar spila for­varnir, heilsu­efling og endur­hæfing stóran þátt í heil­brigðri öldrun þjóðarinnar. Það sýnir sig einna best í þings­á­lyktunar­til­lögu sem er nú í með­förum Al­þingis.

Um er að ræða að­gerða­á­ætlun um þjónustu við eldra fólk sem ætlað er að vera leiðar­vísir fyrir stjórn­völd til að skapa skýra fram­tíðar­sýn um hvaða leiðir verði farnar til að bæta þjónustu við eldra fólk og vinna heildar­stefnu sem felur í sér að eitt þjónustu­stig taki hnökra­laust við af öðru, að á­byrgð á þjónustu­þáttum milli aðila sé skýr og að gráum svæðum verði út­rýmt.

Um er að ræða að­gerða­á­ætlun til fjögurra ára og er mark­miðið að tryggja að eldra fólki þjónustu við hæfi, hvort sem um ræðir heima­þjónustu á vegum sveitar­fé­laga eða heil­brigðis­þjónustu.

Ingibjörg Isaksenalþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars 2023.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó