Heilsuvernd hrokkin í gírinn

Heilsuvernd hrokkin í gírinn

Einar Brynjólfsson skrifar:

Þær heyrðust fljótt efasemdarraddirnar þegar ljóst var í vor að Akureyrarbær myndi eftirláta einkafyrirtækinu Heilsuvernd rekstur á öldrunarheimilum bæjarins.

Þótti mörgum einsýnt að eitthvað hlyti að hanga á spýtunni og bentu á að eflaust yrði rekstrarkostnaður lækkaður með því að ráða ódýrara vinnuafl, auk þess sem einkafyrirtækið fengi húsnæði öldrunarheimilanna til afnota án endurgjalds.

Það er skemmst frá því að segja að það hefur fengist staðfest að Heilsuvernd mun einmitt ekki þurfa að greiða húsaleigu. Það hlýtur að teljast merkilegt í ljósi þess að Akureyrarbær hefur greitt sjálfum sér rúmar 200 milljónir ár hvert í leigu fyrir umrætt húsnæði.

Nú berast þær fréttir að hreinsanir séu hafnar í liði stjórnenda öldrunarheimilanna. Spurning hvenær næsta skref í átt til hagræðingar verður stigið og hreinsað til í neðri lögum starfsfólks?

Góðar stundir!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó