NTC

Heilsugæslustöðvar verða við Þingvallarstræti og Skarðshlíð

Heilsugæslustöðvar verða við Þingvallarstræti og Skarðshlíð

Eins og áður hefur komið fram stendur til að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri. Skv. nýjustu upplýsingum stendur til að þær verði við Þingvallastræti og Skarðshlíð.

Skipulagsráð Akureyrarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að byggja heilsugæslu við Þingvallarstræti, þar sem nú er tjaldsvæði. Einnig verði gert ráð fyrir íbúðum á svæðinu. Skipulagsráð hélt fund í dag þar sem þetta var samþykkt.

Sömuleiðis er lagt til að heimilað verði að byggja heilsugæslu á lóð nr.20 við Skarðshlíð, þar sem gert er ráð fyrir íbúðum á efri hæðum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó