Framsókn

Heilsugæslustöð í SkarðshlíðMynd:Akureyri.is

Heilsugæslustöð í Skarðshlíð

Akureyrarbær hefur ákveðið að leggja lóðina Skarðshlíð 20 fram sem kost til uppbyggingar á norðurstöð heilsugæslu með þeirri kvöð að einnig verði gert ráð fyrir íbúðum á efri hæðum.

Ákveðið hefur verið að gera úrbætur á aðstöðu Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) á Akureyri með því að finna eða byggja nýtt húsnæði fyrir heilsugæslu á tveimur stöðum í bænum, norðurstöð og suðurstöð.

Ríkiskaup f.h. Ríkiseigna hefur nú auglýst eftir að taka á leigu húsnæði á hentugri lóð eða í nýlegu húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslunnar.

Geta áhugasamir lagt fram tillögu að uppbyggingu á lóðinni til samræmis við forsendur sem fram koma í auglýsingu Ríkiskaupa og úthlutunarskilmálum Akureyrarbæjar.

Skila skal inn tillögum með rafrænum hætti í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar innan auglýsts frests sem er til kl. 13:00 þriðjudaginn 14. september 2021. 

Er lóðin auglýst samhliða auglýsingu Ríkiskaupa eftir húsnæði fyrir norðurstöð heilsugæslu. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði þarf að skila inn tillögu í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar og í gegnum útboðsvef Ríkiskaupa.

VG

UMMÆLI