NTC

Heilsueflandi bær

www.danielstarrason.com

Á líðandi kjörtímabili gerðist Akureyri Heilsueflandi samfélag, við hækkuðum upphæð frístundaávísana úr 10.000 kr. í 30.000 auk þess sem við hækkuðum aldur notenda úr 6-12 ára upp í 6-18 ára.

Margt hefur verið gert á sviði í heilsueflingar hér í bænum, Akureyri á iði er verkefni sem komst á koppinn þegar ég var formaður íþróttaráðs en verkefnið er hugsað fyrir alla íbúa bæjarins til að kynna þá fjölbreyttu flóru sem í boði er til hreyfingar fyrir unga jafnt sem aldna. Bæði hafa íþróttafélög, fyrirtæki og aðrir íbúar bæjarins lagt sitt að mörkum.

Að auki var töluvert unnið við íþróttamannvirki okkar, við kláruðum m.a. íþróttahús Naustaskóla, settum nýja plötu á skautasvellið, skiptum um gervigras í Boganum þar sem gúmmíkurlinu var skipt út auk þess sem nú liggur fyrir að skipta um gervigras á öllum sparkvöllum bæjarins.

Mikil uppbygging er í Hlíðarfjalli, ný lyfta er væntanleg en þar koma Vinir Hlíðarfjalls öflugir að verkefninu ásamt Akureyrarbæ. Þetta og margt annað gott hefur gerst í íþróttamálum í bænum síðastliðin fjögur ár.

Við hjá Framsókn höfum mikinn áhuga á lýðheilsu, fræðslu henni tengdri og forvörnum eins og endurspeglast í stefnuskrá okkar.

Við viljum gera enn betur og hækka frístundaávísanir í 50 þúsund krónur á kjörtímabilinu. Auka þátttöku fólks á öllum aldri í íþrótta- og tómstundastarfi og efla ráðgjöf og heilsueflingu til eldri borgara. Við viljum leggja áherslu á aukna hreyfingu og lýðheilsuhugsun í leik- og grunnskólum og fylgja eftir nýsamþykktri íþróttastefnu bæjarins.

Við viljum auka forvarnir gegn vímuefnum og setja á fót áfangaheimili fyrir ungt fólk sem er að koma úr áfengis- og fíkniefnameðferð. Bæta þarf sálfræði- og aðra sérfræðiþjónustu í skólum og stytta ferli frá ósk um aðstoð til aðgerða. Auk þess teljum við rétt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kvíða og þunglyndi hjá börnum.

Ég vil einnig nefna uppbyggingu hjóla- og göngustíga sem raunhæfan samgönguvalkost. Með því er hvatt til aukinnar hreyfingar og spornað við ofþyngd og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum.

Margt hefur verið gert á sviði í heilsueflingar hér í bænum, Akureyri á iði er verkefni sem komst á koppinn þegar ég var formaður

Þetta ásamt öðru leggjum við áherslu á í komandi kosningum en umfram allt leggjum við fram áherslur sem við ætlum að standa við!

Ingibjörg Isaksen skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins

Sambíó

UMMÆLI