Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni fá 450 milljónir til viðbótar

Sjúkrahúsið á Akureyri fær 50 milljónir króna skv. nýju tillögunni.

Mikil óánægja hefur ríkt með fjárframlög til heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni í nýja fjárlagafrumvarpinu en nú hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að framlög til heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni verði aukin um 450 milljónir króna.
Þessi breytingartillaga er til umfjöllunar við aðra umræðu um fjárlög næsta árs sem nú stendur yfir á Alþingi.

Þá eigi framlaginu að vera skipt þannig að 200 milljónir króna renni til að styrkja sjúkrasvið heilbrigðisstofnanna, 200 milljónir króna fari í að styrkja heilsugæsluþátt þeirra og 50 milljónir króna renni til Sjúkrahússins á Akureyri til að efla og þróa sérhæfða göngudeildarþjónustu spítalans.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar er einnig haft eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra:

 

„Það er for­gangs­mál að all­ir lands­menn fái notið góðrar heil­brigðisþjón­ustu, óháð efna­hag og bú­setu. Þetta viðbótar­fram­lag styður við þá stefnu.“ 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó