Heiðdís Halla opnar grafíska myndlistarsýninguHeiðdís Halla Bjarnadóttir.

Heiðdís Halla opnar grafíska myndlistarsýningu

Heiðdís Halla Bjarnadóttir er grafískur hönnuður, textíláhugamanneskja og frönskukennari en hún á og rekur grafísku hönnunarstofuna DUO á Akureyri ásamt Krístínu Önnu Kristjánsdóttr. Síðasta laugardag, 1. desember, opnaði Heiðdís sýninguna XO í Listaskálanum að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. Sýningin verður opin allar helgar á opnunartíma gallerísins 14:00-18:00.

Verkin á sýningunni eru tvíþætt, annars vegar prentuð tölvugrafík myndverk en hinsvegar handunnin veggverk. Verkin eiga það sameiginlegt að ganga út á samsetningu forma og lita. Verkin bera engar vísanir, meiningu eða skilaboð. Þau eru 100% abstrakt og standa sjálf. Ef verkunum er ætlað eitthvað væri það að veita áhorfendanum gleði með fagurfræði og litum.

Verkin spruttu af þörfinni til að skapa eitthvað fallegt, óháð amstri hversdagsins, pólitík, tilfinningum, vinnu, uppeldisstörfum og veðrinu. Veggverkin spretta af sama grunni og myndirnar en uppfylltu löngun starfandi grafísks hönnuðar til að færa sig frá tölvunni og vinna líka með efnið í höndunum.

Heiðdís Halla Bjarnadóttir er fædd 1981 og uppalinn á Egilsstöðum. Hún flutti fyrst til Akureyrar 16 ára gömul. Síðan þá hefur hún numið og starfað í Reykjavík, París og Kaupmannahöfn en flutti aftur til Akureyrar 2010.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó