NTC

Heiðar Þór tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá BusTravel Iceland

Heiðar Þór tekur við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá BusTravel Iceland

Akureyringurinn Heiðar Þór Aðalsteinsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs ferðaþjónustufyrirtækisins BusTravel Iceland.

Heiðar kemur til BusTravel Iceland frá Icelandair en þar hafði hann frá 2016 unnið við viðskiptaþróun, sem verkefnastjóri og loks sem tæknilegur flotastjóri Icelandair. Heiðar er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Mér fannst vera kominn tími á nýja áskorun hjá mér eftir tæp sjö góð ár hjá Icelandair og þar horfði ég til þess að ég vildi helst njóta nýrrar reynslu úr öðrum geira ferðaþjónustunnar. BusTravel hefur alla tíð lagt höfuðáherslu á að tryggja gæði þjónustunnar en á sama tíma stuðla að skalanleika hennar og sjálfbærni til framtíðar,“ segir Heiðar.

„Hjá BusTravel eru enn gríðarlegir möguleikar til innri og ytri vaxtar og það kitlaði mig að fá hlutverk í þeirri vegferð og takast á við þær áskoranir sem leiða beint af örum vexti félagsins og ferðaþjónustunnar nú þegar heimsfaraldurinn er genginn yfir. Félagið er á margan hátt rekið eins og nýsköpunarfyrirtæki og hjá því ríkir ótrúlega skemmtilegur starfsandi. Það ásamt því hversu stórhuga og virkir þátttakendur eigendur félagsins eru í uppbyggingu félagsins gerði þetta tækifæri ennþá meira spennandi.“

BusTravel Iceland býður dagsferðir frá Reykjavík með leiðsögn. Hjá fyrirtækinu eru 70 heilsársstöðugildi og starfrækir félagið um 20 rútur.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó