NTC

Hefur misst 32 kíló á ketó mataræðinu

Hefur misst 32 kíló á ketó mataræðinu

Samfélagsmiðlastjarnan og Akureyringurinn Brynjar Steinn eða Binni Glee fagnaði í dag hálfu ári af ketó mataræði. Binni greindi frá því á Instagram að hann hefði misst 32 kíló á þessum sex mánuðum.

„32 kílóum léttari og gæti ekki liðið betur með sjálfan mig,“ skrifar Brynjar við mynd á Instagram.

Á snapchat aðgangi sínum talar Brynja um árangurinn sem hann segir vera betri en hann hefði getað ímyndað sér. Hann fagnaði árangrinum með því að fara í nýjan bol sem hann hafði aldrei áður passað í.

https://www.instagram.com/p/B-cpCnvlRW9/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI