NTC

Hefur grætt fimmtán milljónir á því að selja djarfar myndir af sér á Only FansSkjáskot: Instagram

Hefur grætt fimmtán milljónir á því að selja djarfar myndir af sér á Only Fans

Akureyringurinn Klara Sif Magnúsdóttir segist hafa grætt fimmtán milljónir króna á því að selja djarfar myndir af sér á vefsíðunni Only Fans. Klara var gestur í hlaðvarpsþáttunum Eigin konur á dögunum þar sem hún ræddi meðal annars samfélagsmiðlana Only Fans og TikTok.

Klara bjó til aðgang á Only Fans í ágúst á síðasta ári en hún segir að hún hafi ekki búist við því að græða svona mikið á því. Hún segir að flestir sínir fylgjendur séu íslenskir karlmenn þó svo að það fylgi henni líka erlendir karlmenn og konur.

On­ly F­ans er vett­vang­ur þar sem hver sem er get­ur selt mynd­ir, mynd­bönd, tónlist eða list. Undanfarin ár hefur færst í aukana að fólk sé að selja nektarmyndir og myndbönd í gegnum miðilinn. Notendur geta svo keypt áskrift að ákveðnum rásum.

Klara var gestur í útvarpsþættinum Brennslunni í gær og hún segir að hún hafi fengið rosalega góð viðbrögð síðan hún opnaði sig í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Hún segist meðal annars hafa fengið stuðning frá foreldrum sínum.

„Mamma var bara rosalega hress með þetta og hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég vill gera, og það var í raun það sama með pabba,“ segir Klara í Brennslunni.

Þú getur hlustað á viðtalið við Klöru úr Brennslunni í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI