Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Vilhjálms IngimarssonarVilhjálmur var bráðkvaddur aðeins fertugur að aldri.

Hefja söfnun fyrir fjölskyldu Vilhjálms Ingimarssonar

Hafin er söfnun fyrir fjölskyldu Vilhjálms Ingimarssonar, sem var bráðkvaddur þann 8. apríl sl., aðeins fertugur að aldri. Hann skilur eftir sig sambýliskonu, Erlu Ösp, og tvö börn, Kolbrúnu Ósk 14 ára og Alexander Örn 10 ára.
Áfallið er mikið, auk þess sem það eru langvinn veikindi innan fjölskyldunnar og því var Vilhjálmur eina fyrirvinna fjölskyldunnar.

,,Okkur langar að aðstoða litlu fjölskylduna með einhverjum hætti og höfum því stofnað styrktarreikning svo fjölskyldan þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur á þessum erfiða tíma. Við sendum hlýjar hugsanir og kærleik til litlu fjölskyldunnar sem á um sárt að binda og kærar þakkir til ykkar allra sem sjáið ykkur fært að styrkja þau. Það er frjálst að deila þessum pósti,“ segja aðstandendur fjölskyldunnar sem standa að söfnuninni.

Fyrir þá sem vilja leggja söfnunni lið þá er reikningurinn 370-22-034997 og kt. 230480-3469

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó