NTC

Hefja gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar

Hefja gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar

Stefnt er að því að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbæ Akureyrar um næstu áramót. Þetta kemur fram í umfjöllun RÚV.

Frá árinu 2005 hafa Akureyringar og þeir ferðamenn sem heimsækja miðbæ Akureyrar notað bílastæðaklukkur og ekki þurft að borga fyrir notkun á bílastæðum. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Akureyrarbæjar, segir í samtali við RÚV að bærinn ætli að taka upp gjaldtöku á þeim bílastæðum sem eru mest miðsvæðis í miðbænum. „Það verður tekið gjald per klukkutíma frá 10 til 16 og jafnvel 18 á daginn. Svipað og verið hefur. Það verður hægt að greiða í gegnum app og svo munum við líka setja upp þrjá greiðslu standa fyrir þá sem eru ekki klárir að greiða með símanum,“ segir Andri í samtali við RÚV. 

Andri segir að bílastæðaklukkurnar hafa valdið leiðindum meðal ferðamann. „Það er vegna þess að í fyrsta lagi þá teljum við sanngjarnt að þeir sem noti bílastæðin greiði fyrir þau. Það er kostnaðarsamt að gera þau og viðhalda. Svo er það líka búið að vera þannig að ferðamenn hafa átt í erfiðleikum með að skilja þetta kerfi og hafa verið að fá á sig sektir og það hafa verið bara leiðindi.“ 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó