NTC

Hefja formlegar viðræður eftir fund gærkvöldsins

Hefja formlegar viðræður eftir fund gærkvöldsins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Miðflokks á Akureyri funduðu í gærkvöld. Á fundinum var rætt um áherslur flokkanna og kom í ljós að mikill samhljómur væri meðal fundarmanna í öllum helstu málum. Voru aðilar því sammála um að ástæða væri til þess að hefja formlegar viðræður.

Áhersla verður lögð á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál. 

Í tilkynningu segir að flokkarnir muni nú gefa sér góðan tíma til þess að vinna málefnasamning og skipta með sér verkum.

Sambíó

UMMÆLI