Karlmaður hefur játað að hafa stungið mann í Kjarnaskógi á Akureyri á föstudaginn langa. Maðurinn var stunginn tvívegis í lærið og slasaðist nokkuð alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar en er á batavegi. Það er mbl.is sem greinir frá þessu í morgun.
Þrír aðilar voru handteknir og settir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeim hefur nú öllum verið sleppt. Alls voru fimm ungmenni handtekin í tengslum við málið en þau eru fædd á árunum 1990-1999.
UMMÆLI