NTC

Hauststilla á Græna hattinumFrá Hauststillu 2020

Hauststilla á Græna hattinum

Tónlistarhátíðin Hauststilla verður haldin á Græna hattinum fimmtudaginn 2. september klukkan 20.30.

Hauststilla er tónlistarhátíð sem var í fyrsta sinn haldin 2017 og er ætluð til að gefa ungu og skapandi tónlistarfólki færi á að koma fram og sýna allt það nýjasta sem það hefur haft í smíðum. Hátíðin hefur verið að stækka og verður umfangsmeiri með hverju ári. Áhersla er þó alltaf lögð á notalegt umhverfi, kósý stemningu og frumsamda tónlist.

Upphitunartónleikar munu fara fram á Múlabergi í kvöld, 1. september. Þar munu nokkrir af listamönnum Hauststillu koma saman, spila frumsamda tónlist, og setja tóninn fyrir stóra kvöldið á Græna hattinum.

Ellefu listamenn munu stíga á svið á Græna hattinum að þessu sinni:

  • Anton Líni
  • Ari Orra
  • Diana Sus
  • Drinni and the Dangerous Thoughts
  • Hnoss
  • iLo
  • Ivan Mendez
  • L.ost
  • Rán
  • Villi
  • Þorvaldssynir

Öllum fjöldatakmörkunum hefur nú verið aflétt á Græna hattinum. Miðaverð er 2.000 krónur og er hægt að fá miða í forsölu á graenihatturinn.is eða við innganginn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó