NTC

Hauslaus stjórnandi á hrekkjavökutónleikum blásarasveita í Hofi

Hauslaus stjórnandi á hrekkjavökutónleikum blásarasveita í Hofi

Næsta föstudag munu blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri halda hryllilega hrekkjavökutónleika í Hamraborg, Hofi. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir velkomnir.

Leikin verða lög í hrekkjavökuanda og koma hátt í 70 nemendur skólans við sögu. Sögumaður verður Vilhjálmur Bragason og stjórnendur verða Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson.

„Við lofum hryllilega góðri skemmtun fyrir alla fjölskylduna og auk þess hvetjum alla til að mæta í hrekkjavökubúning,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó