Haukur Heiðar Hauksson er 25 ára gamall knattspyrnumaður sem leikur með sænska stórliðinu AIK.
Haukur Heiðar ólst upp hjá KA og var kominn í lykilhlutverk hjá liðinu þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Haukur samdi svo við Reykjavíkurstórveldið KR í lok árs 2011. Hjá KR vann Haukur Heiðar einn Íslandsmeistaratitil og tvo bikarmeistaratitla á þrem árum áður en hann var keyptur til Svíþjóðar.
AIK situr í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið, sjö stigum á eftir toppliði Malmö en AIK var líka í toppbaráttunni á síðustu leiktíð, sem var fyrsta leiktíð Hauks í Svíþjóð.
Haukur hefur verið fastamaður í landsliðshópnum undanfarin ár og fór með landsliðinu á EM í Frakklandi þó hann hafi ekki komið við sögu á mótinu.
Nærmynd af Hauki Heiðari Haukssyni
Kaffið fékk Hauk Heiðar til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér fyrir neðan.
Sætasti sigur á ferlinum: Myndi segja England þó að ég hafi setið allan tímann á bekknum
Mestu vonbrigðin: Engin skelfileg vonbrigði hingað til
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór
Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Adama Diomandé, Hull. Veit ekki hvort það sé af því að hann sé svona góður eða bara að ég skeit á mig í leiknum
Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Chelsea
Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Brasilíski Ronaldo
Fyrirmynd í æsku: Klisja, en verð að segja Haukur Jóhannsson (Pabbi)
Uppáhalds staður í öllum heiminum: Brescia, Ítalía.
Mest pirrandi andstæðingur? Gísli Páll Helgason
Ertu hjátrúarfullur? Nei
Ef þú mættir vera atvinnumaður í annar íþrótt, hver væri það? Golf
Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með: Allir í Íslenska landsliðinu
Sjá einnig
Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er
Árni Þór Sigtryggsson í nærmynd – Dómarar mest pirrandi andstæðingar
UMMÆLI