NTC

Haukur Eiríksson tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Haukur Eiríksson tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Haukur Eiríksson, kennari og brautarstjóri við rafiðndeild VMA á Akureyri er tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2023 í flokknum Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Tilnefningarnar voru gerðar opinberar í gær, á Alþjóðadegi kennara. Verðlaunin verða afhent á Bessastöðum í næsta mánuði.

„Þetta er skemmtilegt og mikill heiður. En fyrst og fremst er ég stoltur af því að vera tilnefndur sem kennari við þennan skóla,“ segir Haukur í samtali við vef VMA.

Haukur er tilnefndur til verðlaunanna fyrir að leiða þróun rafiðnnáms í VMA með áherslu á farsæld nemenda og stöðugar umbætur í námi og kennslu. Í umsögn með tilnefningunni segir:

Haukur hefur undanfarin ár verið leiðandi í þróun og framsetningu á kennsluefni í rafiðngreinum. Hann var afar hugmyndaríkur og lausnamiðaður í Covid faraldrinum og hélt kennslu gangandi á frumlegan og skapandi hátt. Hann er yfirvegaður og hefur góða nærveru. Fyrir honum eru nemendur allir jafnir og hver og einn fær tækifæri til að nálgast námið á sínum forsendum. Haukur er afar góð fyrirmynd í starfi og einkalífi, bæði fyrir nemendur sína og samstarfsfólk.

Þetta er þriðja árið í röð sem VMA/kennarar við VMA fá tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna. Hilmar Friðjónsson, kennari í stærðfræði og viðskiptagreinum, var tilnefndur árið 2021 og árið 2022 var hársnyrtibraut VMA/ Hildur Salína Ævarsdóttir og Harpa Birgisdóttir, tilnefnd

Hér eru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna árið 2023.

Mynd: VMA.is

Sambíó

UMMÆLI