Akureyrarbær kynnti í dag á vef bæjarins drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Borgarbrautar, fyrir ofan Síðuhverfi í framhaldi af Giljahverfi.
„Markmiðið er að leggja grunn að hverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum sem verður aðlaðandi búsetukostur,“ segir á vef bæjarins.
Allt að 970 íbúðir verða á svæðinu og má ætla að íbúafjöldi verði á bilinu 1900 til 2300. Gert er ráð fyrir því að íbúðir í fjölbýli verði um 77 til 80 prósent samanborið við 20 til 23 prósent í sérbýli. Það þýðir að álíka mikið landsvæði fer yndir fjölbýli og sérbýli.
Hægt er að kynna sér verkefnið nánar á vef bæjarins með því að smella hér.
UMMÆLI