NTC

Hátt í 90 skemmtiferðaskip til Akureyrar í sumar

Hátt í 90 skemmtiferðaskip til Akureyrar í sumar

Von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum til þriggja hafna Akureyrarbæjar í sumar. Ekkert skemmtiferðaskip kom til bryggju Akureyrar í fyrra en nú virðist ferðaþjónustan vera að rétta úr kútnum og sumarið gefur góð fyrirheit um viðspyrnu í komu skemmtiferðaskipa eftir heimsfaraldurinn. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Sjá einnig: Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnarsamlags Norðurlands, segir í samtali við fréttastofu RÚV að tekjutapið í fyrra hafi verið ríflega 400 milljónir og að tekjur af skipakomum í sumar verði um 20% af áætluðum tekjum miðað við fullbókað bryggjupláss.

Engin stór skip eru inni í myndinni eins og staðan er núna, en þetta verða mestallt skip með 150 til 200 farþega. Að auki er Víking skipafélagið að sigla hringinn í kringum landið með hátt í 900 farþega. Pétur segir ljóst að skipafélögin fari varlega og reyni að halda farþegunum saman í afmörkuðum hópum. Þá sé viðbúið að skipin heimsæki færri hafnir en áður.

„Síðan líta næsta og þarnæsta ár svakalega vel út og það verður örugglega mikill erill hérna ef allt verður í eðlilegu standi,“ segir Pétur að lokum við fréttastofu RÚV. Lesa má umfjöllunina í heildinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI