Háskólinn á Hólum hlýtur viðurkenningu fyrir framsækið og metnaðarfullt háskólastarf

Háskólinn á Hólum hlýtur viðurkenningu fyrir framsækið og metnaðarfullt háskólastarf

Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor við háskólann segir að framundan sé mikil uppbygging við skólann í samstarfi við stjórnvöld, sveitarfélagið Skagafjörð og Háskóla Íslands og munu samfélagsleg áhrif skólans aukast til muna. Háskólar eru prímus mótorar í þekkingaröflun og þekkingarmiðlun og þannig eru háskólar lykilaðilar í að byggja undir nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi.

Það er mikilvægt að við hlúum öll að uppbyggingu á Háskólanum á Hólum og styðjum við öflugt háskólastarf á landsbyggðinni en Hólmfríður segir einnig “það er mikilvægt fyrir okkur að styðja við öfluga háskólastarfsemi á okkar landsvæði því þannig náum við að byggja upp sjálfbært samfélag með fjölbreytt atvinnulíf. Byggðagleraugu SSNV 2024 skipta okkur máli, þau vekja athygli og áhuga á skólanum og hvetja okkur sem störfum við skólann að halda áfram á okkar braut.

„Háskólinn á Hólum er stór hluti af eflingu atvinnulífs og nýsköpunar hér á okkar svæði og er mikils virði fyrir samfélagið í heild. Skólinn er vel að þessu kominn og þar er traust fólk í brúnni“ segir Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV. 

Byggðagleraugun eru veitt ár hvert af stjórn Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til ráðuneytis, stofnunar eða fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr í fjölgun starfa/verkefna á Norðurlandi vestra eða með öðrum hætti stuðlað að uppbyggingu landshlutans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó