NTC

Háskóladagurinn á Akureyri 9.mars

Háskóladagurinn á Akureyri 9.mars

Háskóladagurinn verður haldinn á hefðbundinn hátt í ár en undanfarin ár hefur hann verið haldinn á netinu . Háskóldagurinn er haldinn í Reykjavík 4. mars og á Akureyri 9. mars.

Allir háskólar landsins munu kynna starfsemi sína.Nemendur, kennarar og starfsfólk háskólanna taka á móti gestum og gangandi og fræða fólk um starfsemi og þjónustu sem í boði er. Hægt verður að fara í opna tíma í hinum ýmsu greinum sem og að skoða og prufa ýmis verkefni sem lögð eru fyrir nemendur.

Á haskoladagurinn.is eru saman komnar upplýsingar um allt grunnnám háskólanna. Þar er öflug leitarvél sem aðstoðar fólk við að finna sér áhugavert nám, einnig má finna upplýsingar um hvern skóla fyrir sig og dagskrá háskólanna á Háskóladaginn.

Háskólinn á Akureyri mun kynna nám sitt í Grósku hugmyndahúsi í Reykjavík þann 4. mars.

Háskóladagurinn verður einnig haldin á Akureyri þann 9. mars milli klukkan 11:00 til 14:00 í Háskólanum á Akureyri. Þar munu allir háskólar landsins einnig kynna starfsemi sína.

Sambíó

UMMÆLI