Mánudaginn 31. júlí kl. 15 „opnar“ unglingadeild Amtsbókasafsnins á ný eftir létta andlitslyftingu. Sama dag fagnar góðvinur safnsins, skáldsagnapersónan Harry Potter, 37 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður boðið upp á leiki og fjör í anda Harry og félaga á Amtsbókasafninu kl. 15-17. Tuttugu ár eru síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury útgáfunni í London. Þær hafa selst í um 500 milljónum eintaka og er bókaflokkurinn sá mest seldi í sögunni. Fullyrða má að bókaserían hafi haft mikil og jákvæð áhrif á lestrarvenjur ungs fólks.
Á mánudaginn býðst gestum Amtsbókasafnsins að athuga hvort þeir tilheyrir Hufflepuff, Gryffindor, Ravenclaw eða Slytherin. Þeim býðst einnig að taka þátt allskyns fjöri eins og að smakka fjöldabragðabaun með grasormabragði.
UMMÆLI