Harry Potter dagur á Amtsbókasafninu

Mánudaginn 31. júlí kl. 15 „opnar“ unglingadeild Amtsbókasafsnins á ný eftir létta andlitslyftingu. Sama dag fagnar góðvinur safnsins, skáldsagnapersónan Harry Potter, 37 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður boðið upp á leiki og fjör í anda Harry og félaga á Amtsbókasafninu kl. 15-17. Tuttugu ár eru síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury útgáfunni í London. Þær hafa selst í um 500 milljónum eintaka og er bókaflokkurinn sá mest seldi í sögunni. Fullyrða má að bókaserían hafi haft mikil og jákvæð áhrif á lestrarvenjur ungs fólks.

Á mánudaginn býðst gestum Amtsbókasafnsins að athuga hvort þeir tilheyrir Hufflepuff, Gryffindor, Ravenclaw eða Slytherin. Þeim býðst einnig að taka þátt allskyns fjöri eins og að smakka fjöldabragðabaun með grasormabragði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó