NTC

Harpa gefur 10 hugmyndir fyrir valentínusardaginnHarpa Lind Hjálmarsdóttir. Ljósmynd: Heiða Sveinsdóttir

Harpa gefur 10 hugmyndir fyrir valentínusardaginn

Líkt og flestum Íslendingum er kunnugt þá styttist nú óðum í öskudag, en þetta árið fellur hann á 14. Febrúar, sem þekktur er um allan heim sem Valentínusardagurinn. Til þess að fagna þessum degi elskenda hefur Harpa Lind Hjálmarsdóttir, efnissmiður og áhrifavaldur, safnað saman fyrir okkur lista af tíu skemmtilegum stefnumótum fyrir þennan valentínusardag.

Harpa skrifar:

1. Bíókvöld heima. 

Hér viljum við fara all in og gera allt sérstaklega notalegt ! Ég mæli ótrúlega mikið með því að setja rúmdýnuna fram í stofu, hafa heilan helling af koddum, teppum og sængum og finna einhverja frábæra bíómynd sem báðir aðilar eru spenntir fyrir (sniðugt að vera búin að ákveða myndina áður en að kvöldinu kemur). Síðan má ekki gleyma að hafa með eitthvað gúmmelaði og mæli ég með að báðir aðilar mæti með sitt uppáhalds “möns.” 

2. Elda saman eitthvað nýtt

Þetta stefnumót felur í sér samvinnu til að byrja með og síðan er það bara að borða og njóta! Ég mæli sérstaklega með því að elda eitthvað sem þið hafið ekki eldað áður. Það reynir enn meira á samvinnuna sem er bara gaman og síðan er auðvitað alltaf bara gaman að prófa eitthvað nýtt. 

3. Langur göngutúr 

Hér skiptir máli að klæða sig vel eftir veðri því það er ekkert verra en að krókna úr kulda úti í göngutúr. Á hinn bóginn er samt ekkert meira frískandi en að fara út í göngutúr í ferska loftinu, sérstaklega í góðum félagsskap, sem þar sem talað er allan tímann og mikið hlegið. 

4. „Our fav!” 

Þetta stefnumót er bæði sérstaklega skemmtilegt og svolítið öðruvísi, sem gerir það enn skemmtilegra. 

Hér skuluð þið gera ykkur lista með einhverjum 10 uppálds hlutum. Síðan farið þið í búðina og verslið inn eftir listanum. 

Ef að það til dæmis stendur “uppáhaldsdrykkur” á listanum, þá verslar þú það sem þú telur vera uppáhalds drykk makans þíns. Einnig væri hægt að setja á listann hluti eins og uppáhalds lög eða sjónvarpsþætti. Þá gæti hvor maki fyrir sig komið með þau undirbúin og séð hvort hinn sé sammála. Þetta getur verið mjög fyndið og líka ótrúlega skemmtilegt. 

5. Gera girnilegan ostabakka og púsla 

Hér eru þolinmæðin og samvinnan að verki. Þið byrjið kvöldið á því að gera girnilegan og fallegan ostabakka og þegar hann er tilbúinn snúið þið ykkur að áskorun kvöldsins, að púsla. Síðan er það bara að njóta kvöldsins, hafa gaman, púsla og gæðast á ostunum. 

6. Böð

Það er ekkert notalegra en að stinga sér í falleg og góð böð og eru þau orðin ansi mörg hér á landi. Því ættu margir lesendur að eiga frekar auðvelt með að koma sér í slík á Valentínusardaginn. Á Akureyri eru skógarböðin að sjálfsögðu frábær kostur, en einnig er hægt að taka smá rúnt í Jarðböðin við Mývatn eða sjópottana á Hauganesi. Böð að kvöldi til á þessum árstíma eru líka eitthvað annað næs! Fara burt frá öllu, engir símar, ekkert áreiti, bara slökun. 

7. Baka

Hér sé ég fyrir mér geggjaðar brownies eða franska súkkulaði köku með þeyttum rjóma og jarðaberjum ! Njóta þess að vera saman heima og hjálpast að við að baka. Jafnvel skella í góða tónlist með. 

8.  Út að borða

Þetta Klassíska en eitthvað sem bara virkar alltaf. Fara útúr húsi, breyta um umhverfi og borða góðan mat!

9.  Dekur kvöld 

Að Njóta saman, þrífa húðina og skella á sér maska og skella síðan rómantískrigaman mynd í sjónvarpið og borða súkkulaði húðuð jarðaber! Hafi þið heyrt það betra ? 

10. Double deit 

Þetta er eitthvað sem við höfum ekki gert áður en er klárlega á deit bucket listanum fyrir árið ! 

Þetta eru mínar uppáhalds hugmyndir og höfum við maðurinn minn gert þetta nánast allt, nema þá númer tíu en það verður gert fyrr en síðar! Ég mæli svo mikið að gera eitthvað til þess að fagna ástinni á miðvikudaginn, og ef ekki á miðvikudaginn, þá sem allra fyrst.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó