Einstaklingur í annarlegu ástandi var handtekinn inni á heimili á Akureyri í morgun. Húsráðendur urðu varir við manninn inn á heimilinu og könnuðust ekkert við hann.
Haft var samband við lögreglu sem handtók manninn. Hann var afar illa áttaður og hélt að hann væri í Reykjavík. Hann gisti í fangageymslum lögreglunnar.