Fjórir einstaklingar voru handteknir á mánudaginn vegna fíkniefnaframleiðslu í fjölbýlishúsi á Akureyri. Lögregla lagði hald á 14 kannabisplöntur. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.
Þar segir að þrír karlmenn og ein kona á fertugsaldri hafi verið handtekin og flutt á lögreglustöð. Þar eru þau vistuð þar til unnt er að yfirheyra þau.
Samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni aðstoðaryfirlögregluþjónni hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra telst málið upplýst.