Handknattleiksdeild KA skrifar undir samning við Macron

Handknattleiksdeild KA skrifar undir samning við Macron

Handknattleiksdeild KA skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Macron og verða því handknattleikslið KA og KA/Þórs í fatnaði á vegum Macron frá og með næsta tímabili. Þetta kemur fram á vef félagsins.

„Það eru spennandi tímar framundan í handboltanum hjá okkur, meistaraflokkar KA og KA/Þórs hafa stigið stór skref fram á við á undanförnum árum og við stefnum enn hærra á næstu árum. Á sama tíma hefur iðkendum í yngriflokkum fjölgað mikið og gengi innan vallar verið frábært,“ segir í tilkynningu KA.

Þar segir einnig að nýr samningur við Macron sé afarþýðingarmikill fyrir handknattleiksdeild félagsins og að samningurinn muni lyfta starfsemi deildarinnar upp á enn hærra plan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó