Handboltaveisla á Akureyri í dag

Reynsluboltarnir Heimir Örn Árnason og Hreinn Þór Hauksson spila með KA í vetur. Mynd: ka.is.

Keppni í Grill66 deild karla í handbolta fer af stað í dag. Tvö lið deildarinnar koma frá Akureyri en það eru KA og Akureyri. Þetta verður í fyrsta skipti í 11 ár sem KA menn senda lið til leiks í handboltadeild á Íslandi en þeir hafa spilað undir merkjum Akureyrar frá 2006.

Liðunum er spáð góðu gengi en þjálfararr og fyrirliðar liða í deildinni spáðu KA efsta sæti og Akureyri því næst efsta. Í KA heimilinu taka heimamenn í KA á móti ungmennaliði ÍBV á meðan lið Akureyrar tekur á móti ungmennaliði Vals í Íþróttahöllina.

Leikur Akureyri og Vals U hefst klukkan 19:30 en leikur KA og ÍBV U hefst 20:15. Reikna má með hörkustemningu á leikjunum tveimur.

Stelpurnar í KA/Þór hefja leik í Grill66 deild kvenna laugardaginn 23. september.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó