NTC

Handboltaúrslit helgarinnar – Akureyri enn án stiga

Handboltaúrslit helgarinnar – Akureyri enn án stiga

hsi-logo

Það var nóg að gera hjá handknattleiksmönnum Akureyrar um helgina þar sem öll fjögur handboltalið bæjarins stóðu í ströngu.

Föstudagur

Hamrarnir eru mættir aftur til leiks eftir hlé og leika í 1.deild karla en liðið hóf mótið á heimaleik gegn HK sem féll úr Olís-deild karla á síðustu leiktíð. KA-heimilið er heimavöllur Hamranna í vetur og voru rúmlega 100 áhorfendur mættir að fylgjast með frumraun Hamranna sem skarta gömlum hetjum á borð við Jónatan Þór Magnússon, Hrein Þór Hauksson og fyrrum knattspyrnumanninn Atla Svein Þórarinsson.

Lítið var skorað í leiknum en Hamrarnir höfðu að lokum eins marks sigur í spennandi leik þar sem Gunnar Bjarki Ólafsson var hetja Hamranna en hann varði vítakast á lokasekúndum leiksins.

hamrarnir

Hamrarnir tefla fram reynslumiklu liði

Hamrarnir 16-15 HK

Markaskorarar Hamranna: Hörður Másson 4, Hreinn Þór Hauksson 3, Jónatan Þór Magnússon 3, Bjarni Jónasson 2, Guðmundur Freyr Hermannsson 2, Valdimar Þengilsson 1.

Markaskorarar HK: Svavar Kári Grétarsson 5, Egill Björgvinsson 3, Andrés Wolanczyk 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Kristján Hjálmsson 1, Garðar Svansson 1, Elías Sigurðsson 1, Grétar Áki Andersson 1.

Laugardagur

Akureyri Handboltafélag er eitt fjögurra félaga sem teflir fram ungmennaliði í 1.deild karla í vetur en hin félögin eru ÍBV, Stjarnan og Valur. Ungmennalið Akureyrar hóf leik á laugardag þegar ungmennalið Vals kom í heimsókn en leikið var í Íþróttahöllinni. Skemmst er frá því að segja að Akureyringar unnu öruggan sex marka sigur.

Akureyri U 29-23 Valur U

Markaskorarar Akureyrar U: Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Birkir Guðlaugsson 6, Patrekur Stefánsson 6, Arnþór Finnsson 4, Vignir Jóhannsson 2, Arnar Fylkisson 1, Daði Jónsson 1, Hafþór Vignisson 1, Heimir Pálsson 1, Jóhann Einarsson 1.

Markaskorarar Vals U: Sveinn Jose Rivera 8, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Markús Björnsson 3, Jökull Sigurðsson 2, Rökkvi Finnsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Bjarni Valdimarsson 1, Egill Magnússon 1.

Kvennalið Þór/KA leikur í 1.deild kvenna í vetur og lék sinn fyrsta heimaleik í KA-heimilinu sama dag þar sem Fjölniskonur voru í heimsókn að viðstöddum 150 áhorfendum.

Bæði lið töpuðu fyrsta leik sínum í deildinni og úr varð hörkuspennandi leikur sem lauk með tveggja marka sigri heimakvenna eftir að þær höfðu verið tveim mörkum undir í leikhléi.

KA/Þór 30-28 Fjölnir

Markaskorarar KA/Þórs: Steinunn Guðjónsdóttir 9, Katrín Vilhjálmsdóttir 5, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 5, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3, Katrín Línberg Guðnadóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1.

Markaskorarar Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 12, Andrea Jacobsen 4, Ingibjörg Jóhannesdóttir 3, Berglind Benediktsdóttir 2, Helena Ósk Kristjánsdóttir 2, Kristín Lísa Friðriksdóttir 1, Andrea Harðardóttir 1, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 1, Ólöf Ásta Arnþórsdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1.

Sunnudagur

andri-snaer

Andri Snær fór mikinn í Vestmannaeyjum

Á sunnudag hélt svo flaggskip karlahandboltans, Akureyri Handboltafélag, til Vestmannaeyja að etja kappi við ÍBV í þriðju umferð Olís-deildar karla en Eyjamenn hafa á sterku liði að skipa og er spáð góðu gengi í vetur.

Leiknum lauk með eins marks sigri ÍBV og heldur því leit Akureyrar að sínum fyrstu stigum áfram.

ÍBV 25-24 Akureyri
Markaskorarar ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 7, Sigurbergur Sveinsson 6, Daníel Örn Griffin 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Grétar Þór Eyþórsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Dagur Arnarsson 1.

Markaskorarar Akureyrar: Andri Snær Stefánsson 9, Karolis Stropus 8, Mindaugas Dumcius 2, Brynjar Hólm Grétarsson 1, Sigþór Árni Heimisson 1, Róbert Sigurðarson 1, Kristján Orri Jóhannsson 1, Friðrik Svavarsson 1.

Sambíó

UMMÆLI