Handboltalið Þórs í sóttkví

Handboltalið Þórs í sóttkví

Karlalið Þórs á Akureyri í handbolta er komið í sóttkví vegna smits hjá manneskju sem tengist einstakling innan liðsins. Þetta kemur fram á vefnum handbolti.is í dag.

Þar segir að Þorvaldur Sigurðsson, annar þjálfari Þórs, staðfesti þetta í samtali við útvarpsþáttinn Handboltinn okkar sem verður sendur út á SportFM 102,5 klukkan 14 í dag.

Þórsliðið æfði saman á þriðjudaginn en eftir æfinguna en smitið sem tengist liðinu tengist ekki þeirri tiltekinni æfingu. Allir leikmenn liðsins hafa farið í skimun og bíða eftir niðurstöðu. Allir eru einkennalausir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó