NTC

Hamrarnir í úrslit Lengjubikarsins eftir vítaspyrnukeppni

Karen Nóadóttir þjálfar Hamrana

Hamrarnir eru komnir í úrslitaleik C-deildar Lengjubikars kvenna eftir sigur á sameinuðu liði Aftureldingar og Fram á KA-velli í dag. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 0-0 og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá sigurvegara.

Þar reyndist Helena Jónsdóttir, markvörður Hamranna, hetjan en hún gerði sér lítið fyrir og varði eina vítaspyrnu auk þess sem hún skoraði sjálf úr víti. Elva Marý Baldursdóttir, Margrét Selma Steingrímsdóttir og Sigríður Jóna Pálsdóttir skoruðu einnig af vítapunktinum.

Hamrarnir mæta Fjölni eða HK/Víking í úrslitaleiknum næstkomandi mánudag en þau lið eru nú að hefja leik í undanúrslitum.

Sambíó

UMMÆLI