Hamrarnir urðu að gera sér silfrið að góðu

Hamrarnir höfnuðu í 2.sæti C-deildar

Hamrarnir fengu HK/Víking í heimsókn í Bogann í dag í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins.

HK/Víkingur var öflugri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi leikinn með tveim mörkum gegn engu í leikhléi. Hamrakonum tókst ekki að koma til baka í síðari hálfleik og HK/Víkingur bætti við einu marki til að gulltryggja sigurinn. Lokatölur 3-0.

Hamrarnir hefja leik í 1.deild kvenna þann 13.maí næstkomandi þegar þær fá Víking úr Ólafsvík í heimsókn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó