NTC

Hamrarnir töpuðu á móti KR

hamrarnirLeikið var í 1.deild karla í handbolta í kvöld og var eitt Akureyrarlið í eldlínunni þar sem Hamrarnir heimsóttu Vesturbæjarstórveldið KR.

KR-ingar hafa á sterku liði að skipa og voru öflugri aðilinn frá upphafi til enda.

Þeir höfðu yfirhöndina lengstum en staðan í leikhléi var 14-11 fyrir KR. Þeir héldu áfram að bæta í forskotið og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25.

Varnarjaxlinn ógurlegi Hlynur Elmar Matthíasson lét heldur betur að sér kveða en hann var markahæstur Hamranna með átta mörk. Næstur kom Daníel Matthíasson með sex mörk.

Mörk Hamranna:
Hlynur Elmar Matthíasson 8, Daníel Matthíasson 6, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Bjarni Jónasson 3, Ágúst Stefánsson 3.

Mörk KR: Theodór Ingi Pálmason 8, Bergur Elí Rúnarsson 6, Pétur Gunnartsson 5, Eyþór Vestmann 4, Viktor Orri Þorsteinsson 3, Arnar Jón Agnarsson 2, Friðgeir Elí Jónason 1, Sigurbjörn Markússon 1, Andri Berg Haraldsson 1.

Sambíó

UMMÆLI