Hamrarnir heimsóttu Keflavíkurkonur í 1.deildinni í fótbolta í gærkvöldi en einu stigi munaði á liðunum fyrir leikinn og því var búist við hörkuleik, sem varð raunin.
Fór að lokum svo að liðin skildu jöfn en ekkert mark var skorað í leiknum. Heimakonur fengu besta færi leiksins þegar þeim var dæmd vítaspyrna en Helena Jónsdóttir, markvörður Hamranna, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.
Sterkt stig á erfiðum útivelli en þetta er í þriðja sinn sem Hamrarnir halda marki sínu hreinu í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Situr liðið í sjötta sæti deildarinnar með níu stig.
Keflavík 0-0 Hamrarnir
UMMÆLI