Einn leikur fór fram í 1.deild kvenna í fótbolta í kvöld þegar Hamrarnir fengu sameinað lið HK og Víkings í heimsókn í Bogann en HK/Víkingur trónir á toppi deildarinnar og stefna hraðbyri á Pepsi-deildina en þær eru taplausar í deildinni í sumar og hafa sýnt þónokkra yfirburði.
Hamrarnir höfðu aðeins tapað einum leik þegar kom að leiknum í kvöld og þær gáfu toppliðinu ekkert eftir þó gestirnir hafi komist yfir snemma leiks. Gamla brýnið Rakel Óla Sigmundsdóttir jafnaði metin fyrir Hamrana í upphafi síðari hálfleiks og endaði leikurinn með jafntefli.
Úrslitin þýða að Hamrarnir eru eftir sem áður í 5.sæti deildarinnar, nú með tíu stig úr fimm leikjum en liðið hefur unnið tvo leiki, gert fjögur jafntefli og tapað einum leik.
Hamrarnir 1 – 1 HK/Víkingur
0-1 Karólína Jack (’15)
1-1 Rakel Óla Sigmundsdóttir (’51)
UMMÆLI