NTC

Hamrarnir borguðu sig inn á eigin leik

Leikið var í 1.deild karla í handbolta í gærkvöldi og voru tvö Akureyrarlið í eldlínunni. hamrarnir

Hamrarnir voru í heimsókn hjá Mílunni á Selfossi en heimamenn höfðu sett leikinn upp sem ágóðaleik fyrir Ágústu Örnu sem er 30 ára Selfyssingur sem lamaðist í hræðilegu slysi á dögunum. Hamrarnir tóku þátt í að styrkja þetta góða málefni með því að borga aðgangseyri á eigin leik og tóku allir leikmenn og þjálfarar þátt í því.

Leikurinn endaði með 30-27 sigri Mílunnar sem eru taplausir eftir þrjá leiki en þetta var fyrsta tap Hamranna í vetur.

Markaskorarar Mílunnar: Atli Kristinsson 11, Gunnar Ingi Jónsson 5, Andri Hrafn Hallson 5, Sigurður Márt Guðmundsson 4, Egidijus Mikalonis 2, Kristinn Ingólfsson 1, Gunnar Páll Júlíusson 1, Bjarki Már Magnússon 1.

Markaskorarar Hamranna: Jón Heiðar Sigurðsson 9, Bjarni Jónasson 7, Hörður Másson 5, Halldór Tryggvason 2, Jón Þór Sigurðsson 2, Baldur Halldórsson 1, Ágúst Stefánsson 1.

 

Á sama tíma var Ungmennalið Akureyrar í heimsókn hjá Fjölnismönnum sem spila undir stjórn Akureyringsins Arnars Gunnarssonar.

Fjölnismenn eru með eitt sterkasta lið deildarinnar og er spáð góðu gengi í vetur. Þeir reyndust of sterkir fyrir Akureyringa og unnu öruggan átta marka sigur, 33-25.

Markaskorarar Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 9, Sveinn Jóhannsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 5, Breki Dagsson 4, Arnar Snær Magnússon 3, Brynjar Kristjánsson 2, Sveinn Þorgeirsson 1.

Markaskorarar Akureyrar: Brynjar Hólm Grétarsson 11, Arnþór Finnsson 5, Patrekur Stefánsson 3, Vignir Jóhannsson 3, Heimir Pálsson 2. Daði Jónsson 1.

Sambíó

UMMÆLI