Samkvæmt könnun MMR er hamborgarhryggur algengasti aðalrétturinn á aðfangadagskvöldi en tæplega helmingur Íslendinga hyggst snæða Hamborgarahrygg klukkan 18:00 þann 24. desember. Hamborgarhryggur hefur verið vinsælasti réttur á aðfangadag í langan tíma en vinsældir hans dala nú milli ára.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðust nú 46,4% ætla að borða hamborgarhrygg á aðfangadag samanborið við 49,8% í fyrra. 9,6% sögðust ætla að borða lambakjöt, 8,0% sögðust ætla að borða rjúpur, 9,6% sögðust ætla að borða kalkún, 4,4% sögðust ætla að borða svínakjöt (annað en hamborgarhrygg) og 21,9% sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti. Það borða því fleiri lambakjöt á jólunum en rjúpu.
UMMÆLI